Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Tveir hvalir strönduðu í Engey. Hópur fólks kom þangað til að reyna að bjarga þeim. Annar hvalurinn dó en það tóks að bjarga hinum.
Umsögn dómnefndar:
“Mjög grípandi og sterk ljósmynd. Myndbyggingin er skemmtileg með tærum og sterkum litum. Auk myndræns gildis hennar er málefnið/myndefnið mikilvægt. Ljósmyndin fyllir áhorfandann samúð, sektarkennd og eftirsjá því hún sýnir – á mjög beinskeittan hátt– eitt af stóru vandamálum samtímans. Fær fólk til að hugsa um stöðu umhverfismála í samtímanum.”
Ljósmyndari / Páll Stefánsson
Þjórsá.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Þrátt fyrir mikla aukningu ferðamanna er enn hægt að finna svæði á Íslandi þar sem enginn er eins og þessi ferðalangur á Sprengisandi gerði.
Ljósmyndari / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Grátt og blautt.
Ljósmyndari / Kjartan Þorbjörnsson - Golli
Snjóþung stilla frá Fljótum í Skagafirði.
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Mikill meirihluti landslags sem fyrir augu ferðalanga ber á Íslandi sést á 90km hraða á klukkustund.
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Á leið í Landmannalaugar.
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Vitinn á Arnarstapa var reistur árið 1941.
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Dyrfjöll séð úr Urðardal.
Ljósmyndari / Egill Aðalsteinsson
Gróðurfar í kirkjugarðinum er fjölbreytt; þar er að finna á annað hundrað tegunda af jurtum og trjám, sem sýna m.a. hvað fólki hefur þótt við hæfi að gróðursetja á leiði fyrr á tíð. Má þar meðal annars finna mikið af greni, hlyn, björk og reyni, það elsta síðan á millistríðsárunum. Myndin var tekin 7. nóvember.