Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021.
Umsögn dómnefndar: Í samkomubanni þar sem æfingastöðvar voru lokaðar og mótshald af skornum skammti þurfti afreksíþróttafólk að finna leið til að halda æfingum áfram. Íþróttamynd ársins kjarnar/sýnir þrautseigju og útsjónarsemi íþróttafólks í erfiðum aðstæðum sem þrátt fyrir það gátu verið ansi kómískar. Ljósmyndarinn nýtir rammann vel til að sýna okkur viðfangsefnið og myndar spennu með myndbyggingunni.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, æfði heima í lítilli geymslu í kjallaranum þegar æfingastöðvar lokuðu.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Keppendur í 55 km Laugavegshlaupinu á leið yfir Bláfjallahvísl
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Berglind Björg Þorvalsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir með Covid 19 fagn
Ljósmyndari/ Anton Brink
Þessir kylfingar notuðu veðurblíðu gærdagsins til að taka hring á golfvellinum sem staðsettur er í hinu glæsilega landslagi við Gróttuvitann á Seltjarnarnesi. Svo virðist sem teighöggin
hafi ekki gengið alveg sem skyldi hjá þeim þar sem draga má þá ályktun af myndinni að leit standi yfir að golf boltum þeirra sem lent hafi utan f latarinnar.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörinn íþróttamaður ársins eftir stórkostleg afrek á fótboltavellinum á árinu
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Kári Árnason skallar boltann að marki
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Boltar sótthreinsaðir fyrir æfingu íslenska karlalandsliðsins eftir að smit kom upp í hónum hjá starfsliðinu.
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Stórmót ÍR í frjálsíþróttum
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fengu leyfi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til þess að vera í glerbúri fyrir ofan stúkuna á Laugardalsvellinum meðan á leik Íslands og Belgíu stóð, þrátt fyrir að vera í sóttkví.