Ljósmyndari / Sigtryggur Ari
Stuðningmenn íslenska landsliðisins létu úrhellisrigningu ekki aftra sér frá því að fylgjast með leiknum við Argentínu í Hljómskálagarðinum.
Umsögn dómnefndar:
“Myndin er mjög kraftmikil og sýnir glöggt þau djúpstæðu áhrif sem íþróttir hafa á fólk. Miðlar á mjög skýran hátt tilfinningar fólks fyrir leiknum.”
Ljósmyndari / Skapti Hallgrímsson
Hannes Halldórsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu argentínska galdramannsins Lionels Messi, í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi og reyndist hetja liðsins þar sem leikurinn endaði með jafntefli. Hannes var vel undirbúinn og gríðarlega einbeittur þegar hann stóð andspænis meistaranum.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Ísland - Argentína á heimsmeistarmótinu í fótbolta í Rússlandi.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Faðir Hannesar Halldórssonar markmanns Íslands grætur eftir leik við Argentínu enn hetja leiskins Hannes varði víti í leinum og tryggði jafntefli við Argentínu.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Gylfi Sigurðsson í æfingaleik á móti Gana á Laugardalsvelli.
Ljósmyndari / Skapti Hallgrímsson
Fjöldi fólks fylgdist með fyrstu æfingu íslenska landsliðsins á HM, daginn eftir komuna til strandbæjarins Kabardinka við Svartahaf þar sem Ísland hafði bækistöð. Aron Einar Gunnarsson hendir bolta aftur til stuðningsmanns í stúkunni eftir að hafa áritað hann.
Ljósmyndari / Kristinn Magnússon
Ísland - Belgía, körfubolti karla.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Arnar Freyr Arnarsson fær boltan í línunni og skorar mark.
Ljósmyndari / Kristinn Magnússon
Reykjavíkurleikar.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Iceland Open í fitness í Laugardsalshöll.
Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Hallbera Guðný Gísladóttir í Landsleik við þjóðverja á Laugardalsvelli.
Ljósmyndari / Anton Brink
Barist um boltan í leik Ísland - Slóvenía.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir var að vonum vonsvikin þegar ljóst var að jafntefli dugði hvorki á HM né í umspilsleikina um sæti á HM.
Ljósmyndari / Haraldur Jónasson - Hari
Fjallahjólreiðar hafa undanfarið söðlað undir sig skíðasvæðið í Skálafelli og bruna niður á fulldempuðum fjallahjólfákum. Þriggja metra há veggreið er eitt af því sem á leið hjólaranna verður niður snarbrattar brekkurnar.
Ljósmyndari / Gunnlaugur Einar Briem
Starfsmenn þáttagerðafyrirtækisins NEP, Jukka tökumaður og Dominic aðstoðarmaður hans, leggja sig fram um að ná rétta skotinu á Ruuhimaki stökkpallinum þar sem áttunda umferð heimsmeistaramótsins í rallý fór fram í Finnlandi.