Ljósmyndari / Kristinn Magnússon
Ísland skorar eitt af 8 mörkun í 8-0 sigri.
Umsögn dómnefndar:
“Eitt af öflugustu fótboltaliðum heims skorar mark fyrir tómum áhorfendastúkum. Það hlutskipti þekkir kvennalandsliðið í fótbolta ofurvel. Ljósmyndin er táknræn fyrir þann ójöfnuð sem ríkir milli kynjanna í íþróttaheiminum. Þetta er nýtt sjónarhorn, íþróttamynd með pólitíska tilvísun.”
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Íslensku strákarnir að fagna sigurmarki Íslands gegn Króatíu á Laugardalsvelli. Með sigrinum jöfnuðu Íslendingar Króata að stigum í riðlinum.
Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Ísllendingar tryggja sér sæti á Heimsmeistaramótinu í Knattsyrnu sem fram fer í Rússlandi 2018. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona, á æfingu í Ásvallalaug áður en hún hélt á Evrópumeistaramót DSISO, 4th Open European Swimming Down Syndrome Championship.
Ljósmyndari / Haraldur Jónasson - Hari
Íslandsmeistarinn í skylmingum svífur hátt yfir andstæðingi sínum.
Ljósmyndari / Skapti Hallgrímsson
Ökuþórar reyndu með sér í hálfgerðu drullumalli á torfærubílum á svæði Bílaklúbbs Akureyrar í sumar. Þar borgaði sig ekki að vera hvítklæddur.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands og Vals í knattspyrnu, var fyrir miklu áfalli þegar hún sleit krossbönd í leik Hauka og Vals á Ásvöllum í Pepsídeild kvenna rétt rúmlega mánuði fyrir fyrsta leik á EM kvennalandsliða sem fram fór í Hollandi.
Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
HK eru Íslandsmeistarar í blaki kvenna og fögnuðu af mikilli gleði.
Ljósmyndari / Skapti Hallgrímsson
Leikmenn knattspyrnuliðs Þórs/KA slógu í gegn í sumar og urðu Íslandsmeistarar með glæsibrag. Besti maður liðsins, og raunar besti maður Íslandsmótsins, var hin mexíkóska Stephany Mayor Gutierrez - númer 9 - sem hér er fagnað innilega eftir að hún skoraði. Hinar eru, frá vinstri, Sandra María Jessen, Andrea Mist Pálsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Fram og Þór áttust við á Laugardalsvelli í Inkasso deildinni.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Það var hart barist um hvern einasta bolta í leik KR og Keflavíkur.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk óvæntar en magnaðar kveðjur frá farþegum sem áttu leið um Leifsstöð á sama tíma og "stelpurnar okkar" lögðu leið sína til Hollands á Evrópumót kvennalandsliða. Íslenski hópurinn fékk góðar kveðjur frá vinum og fjölskyldum sem spilaðar voru á stórum skjá rétt fyrir brottför.