Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Leikmennirnir tryllast eftir 2-1 sigur á Englandi í sextán liða úrslitum.
Umsögn dómnefndar:
“Ljósmyndarinn fangar hér augnablik þar sem leikmenn íslenska landliðsins deila einlægri gleði sinni með áhorfendum og íslensku þjóðinni. Myndin er skemmtilega uppbyggð og sjónarhorn ljósmyndarans beinir athyglinni að sambandi leikmanna við aðdáendur sína; bæði þá sem standa fyrir framan leikmennina í stúkunni og þá sem verða að treysta á fjölmiðla til þess að geta tekið þátt í gleðinni.”
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Hannes Halldórsson markvörður fagnar gríðarlega 2-1 sigri gegn Austurríki og sæti í 16 liða úrslitum.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var frábær í ár og fagnar hér einu af mörkum Íslands í æfingaleik gegn Liechtenstein.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Um tíu þúsund íslendingar hvoru á hverjum hinna fimm leikja Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Bæði íslenska liðið og áhorfendur ekki síður vöktu gríðalega athygli.
Ljósmyndari Vilhelm Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson fagnar gríðarlega í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði sent enska landsliðið heim af Evrópumótinu í Frakklandi.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Ævintýrið búið. Liðið eftir tap gegn gestgjöfum Frakka í París í átta liða úrslitum.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Víkingaklappið ógurlega vakti mikla athygli á stuðningsmönnum liðsins enn um 10 þúsund fylgdu liðinu á hvern hinna fimm leikja liðsins í Frakklandi.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson tekur fjölskyldumynd eftir tap gegn Frökkum.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Snæfell fór á kostum í úrslitakeppninni í ár og unnu verðskuldað. Hér fagna leikmenn og þjálfarar vel og innilega inni í klefa eftir leik.
Ljósmyndari / Hanna Andrésdóttir
Breiðablik fagnar bikarmeistara titlinum eftir 3-1 sigur á ÍBV.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Íslandsmeistarar Stjörnunnar í fótbolta fagna marki í leik gegn FH.
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Kraftlyftingar á Reykjavíkurleikunum.
Ljósmyndari / Kjartan Þorbjörnsson - Golli
Irina Sazonova flýgur á milli sláa í tvíslánni á norðurlandamótinu í fimleikum.
Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir
Íslenska kvennalandsliðið stóð sig frábærlega á árinu og tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hollandi í sumar og fagnar hér Guðni Th.Jóhannesson, forseti, vel og innilega með þeim.
Ljósmyndari / Anton Brink
Eygló Ósk Gústafsdóttir var nálægt sínum besta tíma er hún varð tólfta í undanrásum í 200 m baksundi og tryggði sér sæti í undanúrslitunum á ólympíuleikunum í Ríó.
Ljósmyndari / Anton Brink
Keppandi í kúluvarpi kvenna á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum gerir sig klára í að kasta kúllunni.
Ljósmyndari / Anton Brink
Skilmingar á Ólympíuleikunum í Ríó.
Ljósmyndari / Anton Brink
Usain Bolt kom sá og sigraði er hann hljóp til sigurs á sínum þriðju ólympíuleikum í röð í 100m hlaupi í Ríó.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Lokaundirbúningur íslensku landsliðanna í hópfimleikum fór fram í Gerplu með sýningu allra landsliðana.