1.1
Blaðaljósmyndarafélag Íslands er félag ljósmyndara sem eru meðlimir í Blaðamannafélagi Íslands (BÍ)
1.2
Félagar eru þeir sem eru félagar í BÍ og hafa sótt um aðild að BLÍ. Aðild að samtökunum er háð staðfestingu stjórnar BLÍ og skal umsókn vera borin upp á stjórnarfundi.
1.3
Lausamenn og sjálfstætt starfandi ljósmyndarar sem vinna við dagblöð, tímarit, netmiðla og sjónvarp eða aðra sambærilega útgáfu eru fullgildir meðlimir í BLÍ enda séu þeir félagar í BÍ.
1.4
Félagar í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands eru skráðir í Ljósmyndamiðstöð Íslands.
2.1
Hætti félagar störfum og séu ekki lengur meðlimir í BÍ eða fullnægi ekki lengur skilyrðum 1. greinar laga eru þeir því ekki lengur meðlimir í BLÍ.
3.1
Blaðaljósmyndarafélag Íslands hefur það að leiðarljósi að bæta samvinnu félaga og vinna að bættri aðstöðu ljósmyndara við þeirra störf. Að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna og vinna að aukinni menntun félaga og hæfni í starfi. Að vinna að aukinni kynningu á fréttaljósmyndun og halda tengslum við samtök fréttaljósmyndara í Skandinavíu og öðrum löndum.
3.2
Blaðaljósmyndarafélag Íslands skal efla kynningar á ljósmyndun og skipuleggja sýningar og fyrirlestra til skemmtunar og fróðleiks á ljósmyndun og tækni tengd henni.
4.1
Stjórnin skal skipuð fjórum mönnum og fer hún með æðsta vald á milli aðalfunda. Á aðalfundi BLÍ er kosin stjórn og er hún skipuð af fjórum mönnum. Formaður er kosinn sérstaklega og síðan þrír meðstjórnendur
4.2
Aðalfund skal halda á tímabilinu frá 15. mars til 1. júní ár hvert enn eigi síðar en fjórum vikum eftir lok sýningarinnar Myndir Ársins. Tilkynning skal vera send félagsmönnum eigi skemur en með tveggja vikna fyrirvara um aðalfund. Dagskrá fundarins skal vera auglýst með aðalfundarboði. Fundargerð skal svo lesin upp í byrjun hvers fundar.
5.1
Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að þær séu samþykktar með 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn viku fyrir aðalfund. Annars verða þær ekki bornar undir atkvæði.
6.1
Aðeins skuldlausir félagar við BÍ hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og mega taka þátt í árlegri sýningu Blaðaljósmyndara félagi Íslands.
7.1
Blaðaljósmyndarafélag Íslands heldur ár hvert sýningu fréttaljósmynda liðins árs. Sýningin er fastur liður félagsins og ber stjórn BLÍ að sjá um framkvæmd hennar. Stjórn er heimilt að breyta reglum sýningarinnar ár hvert en tilkynna skal félögum breytingar eigi síðar en 31. des ár hvert.
8.1
Á hverju ári skal halda sýningu og samkeppni félags blaðaljósmyndara.
8.2a
Skila skal myndum í eftirfarandi flokka:
1 - Fréttamyndir
2 - Portrett
3 - Íþróttamyndir
4 - Myndröð
5 - Daglegt líf
6 - Umhverfismynd
8.2 a
Dómnefnd velur svo Mynd ársins og Fréttamynd ársins úr eftirfarandi flokkum. Fréttamynd ársins eða Mynd ársins getur líka verið myndröð eða ein stök mynd úr henni.
Blaðamannafélag Íslands veitir verðlaun fyrir Mynd ársins og Fréttamynd ársins.
Einungis meðlimir í Blaðamannafélagi Íslands geta sent inn myndir í forvalið.
8.3b
1 - Fréttamynd ársins: Mynd af fréttaviðburði af innlendum eða erlendum vettvangi, sem gefur rétta mynd af því sem gerist fyrir framan myndavélina. Ekki má vera búið að eiga við myndina með því að bæta við, fjarlægja eða færa neitt innan myndarinnar og mynd má ekki vera samsett úr fleiri myndum.
2 - Portrett: Mynd af persónu eða persónum. Létt húðvinnsla er leyfileg en ekki má vera búið að eiga við myndina með því að bæta við, fjarlægja eða færa neitt innan myndarinnar og mynd má ekki vera samsett úr fleiri myndum.
3 - Íþróttamyndir: Mynd af íþróttaviðburði eða íþróttatengdum atburði. Ekki má vera búið að eiga við myndina með því að bæta við, fjarlægja eða færa neitt innan myndarinnar og mynd má ekki vera samsett úr fleiri myndum.
4 - Myndröð: Þrjár til átta myndir sem tengjast innbyrðis og segja sögu af einhverjum atburði. Að minnsta kosti ein mynd í röðinni þarf að vera tekin á keppnisári. Myndröð fylgir reglum þess flokks sem hún á við.
5 - Daglegt líf: Mynd sem sýnir leik, störf eða athafnir í hversdegi hins almenna borgara. Ekki má vera búið að eiga við myndirnar með því að bæta við, fjarlægja eða færa neitt innan myndanna og mynd má ekki vera samsett úr fleiri myndum.
7 - Umhverfismyndir: Landslag, borgarlandslag, náttúra eða mynd sem tengist umhverfismálum. Ekki má vera búið að eiga við myndina með því að bæta við, fjarlægja eða færa neitt innan myndarinnar og mynd má ekki vera samsett úr fleiri myndum.
8.4
Reglur dómnefndar:
- Í dómnefnd sitja 3 manns ásamt formanni dómnefndar sem fer með tvö atkvæði.
- Allar myndir verða að vera teknar á keppnisári.
- Í myndafrásögn þarf að minnsta kosti ein mynd að vera tekin á árinu.
- Ekki má vera búið að eiga við myndina með því að bæta við, fjarlægja eða færa neitt innan myndarinnar. Mynd má ekki vera samsett úr fleiri myndum.
- Ef að myndum er ekki skilað inn eftir reglum sem að stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands setur má dæma þær úr leik.
- Ef að vafi leikur á því hvort að átt hafi verið við mynd annað en það sem reglur leyfa má dæma hana úr leik. Dómnefnd getur kallað inn upprunalegu myndina til samanburðar. Úrskurður dómnefndar er endanlegur
- Á opnun sýningarinnar mun formaður dómnefndar, eða annar meðlimur dómnefndar tilkynna úrslit og lesa umsögn dómnefndar við hvora viðurkenningu fyrir sig.
8.5
Markmið sýningarinn eru: – Stuðla að betri og fjölbreyttari fréttaljósmyndun á Íslandi. – Stuðla að aukinni menntun félaga og hæfni í starfi. – Vinna að aukinni kynningu á fréttaljósmyndun. – Veita ljósmyndurum tækifæri til að segja fréttir frá öllum heimshornum.
Stjórn Blaðaljósmyndarafélags gefur út frekari reglur varðandi skil á myndum í forval fyrirhverja sýningu.