• Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
BLÍ
  • Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar

 

Portrettmynd ársins 2019

Portrettmynd ársins 2019

Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Sif Baldursdóttir um hamingjuna. „Veit einhver hvað þessi blessaða hamingja í alvörunni er? Er hún ástand eða tilfinning, eða er hún óljóst hugtak sem við eltumst við án þess einu sinni skilja hvað við erum á höttunum eftir. Kvíði og þunglyndi eru gráir fylgifiskar þess að vera manneskja og að lifa í samfélagi sem uppfyllir ekki þær þarfir sem við höfum varðandi nánd nema að vissu eða litlu leyti. Það sem ég átta mig betur og betur á með hverju árinu er að geðheilsan er svo mikilvæg að hún er eiginlega allt.“

Umsögn dómnefndar: Táknrænt og marglaga portrett. Vel innrömmuð mynd sem leyfir áhorfandanum að upplifa og túlka sjálfur.

 Ljósmyndari / Golli - Kjartan Þorbjörnsson  Ýr Jóhannsdóttir - prjónakona

Ljósmyndari / Golli - Kjartan Þorbjörnsson

Ýr Jóhannsdóttir - prjónakona

 Ljósmyndari / Kristinn Magnússon  Katrín Jakobsdóttir fylgist með er Sigurður Ingi kynnir gagnagrunnur um þróun lífskjara

Ljósmyndari / Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir fylgist með er Sigurður Ingi kynnir gagnagrunnur um þróun lífskjara

 Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson  Ronja Sif Magnúsdóttir er átta ára lífsglöð trans stelpa sem var fullviss um sitt rétta kyn um svipað leyti og hún fór að tala. Hún fékk nýtt nafn þegar hún var fjögurra ára og hefur blómstrað síðan sem er ekki s

Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson

Ronja Sif Magnúsdóttir er átta ára lífsglöð trans stelpa sem var fullviss um sitt rétta kyn um svipað leyti og hún fór að tala. Hún fékk nýtt nafn þegar hún var fjögurra ára og hefur blómstrað síðan sem er ekki síst að þakka víðsýni foreldranna og frábærum viðtökum samfélagsins í kringum þau.

 Ljósmyndari / Anton Brink  Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson hefur slegið í gegn með mögnuðum málverkum þar sem hann siglir gegn straumnum í bjargfastri trú sinni á olíu á striga.

Ljósmyndari / Anton Brink

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson hefur slegið í gegn með mögnuðum málverkum þar sem hann siglir gegn straumnum í bjargfastri trú sinni á olíu á striga.

 Ljósmyndari / Hörður Sveinsson  Kristinn Hrafnsson rannsóknarblaðamaður og núverandi ritstjóri WikiLeaks

Ljósmyndari / Hörður Sveinsson

Kristinn Hrafnsson rannsóknarblaðamaður og núverandi ritstjóri WikiLeaks

 Ljósmyndari / Aldís Pálsdóttir   Zainab Safari, flóttabarn á Íslandi. Kom til landsins með veikri móður sinni og bróður, faðir týndur.  Þau voru búin að fá útskurð frá ríkinu, um að það ætti að senda þau úr landi. Tómleikinn í bliki hennar leynir sé

Ljósmyndari / Aldís Pálsdóttir

Zainab Safari, flóttabarn á Íslandi. Kom til landsins með veikri móður sinni og bróður, faðir týndur. Þau voru búin að fá útskurð frá ríkinu, um að það ætti að senda þau úr landi. Tómleikinn í bliki hennar leynir sér ekki. Þarna fæðist barn á vitlausum stað.. á veika stoð - en stendur samt svo sterkt ? Búin að upplifa miklu meira en ljósmyndari getur ímyndað sér. Hún vildi helst drífa sig út í Kringlu með móður sinni. Ljósmyndari huxar í augnablik, að það geti nú bara beðið annan dag, en áttar sig svo á því, að það er kannski ekki svo auðvelt fyrir vesalings barnið að reikna með að það komi annar dagur eftir þennan dag. Og Kringlan kallar.. Elsku stelpan, Ég vildi að ég gæti bjargað þér <3

 Ljósmyndari / Sigtryggur Ari  „Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún ga

Ljósmyndari / Sigtryggur Ari

„Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plötuna I Must Be The Devil.

 Ljósmyndari / Eyþór Árnason  Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, sterkasta kona Íslands.

Ljósmyndari / Eyþór Árnason

Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, sterkasta kona Íslands.

 Ljósmyndari / Golli - Kjartan Þorbjörnsson   Ingvar E. Sigurðsson leikari

Ljósmyndari / Golli - Kjartan Þorbjörnsson

Ingvar E. Sigurðsson leikari

 Ljósmyndari / Hörður Sveinsson   Kristinn Sigurjónsson fyrrum lektor við HR var sagt upp störfum vegna ummæla sinna um konur á Facebook

Ljósmyndari / Hörður Sveinsson

Kristinn Sigurjónsson fyrrum lektor við HR var sagt upp störfum vegna ummæla sinna um konur á Facebook

 Ljósmyndari / Hari - Haraldur Jónasson  Huldar Breiðfjörð, rithöfundur

Ljósmyndari / Hari - Haraldur Jónasson

Huldar Breiðfjörð, rithöfundur

 Ljósmyndari / Hari - Haraldur Jónasson  Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur

Ljósmyndari / Hari - Haraldur Jónasson

Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur

 Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir  Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona hefur gleymt sér í fullkomnu flæði á dansgólfinu, setið orðlaus í mosagróinni hlíð og dásamað undraverða náttúrufegurðina, verið ástfangin með öllum tilheyrandi nautnum, verið í oxí

Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona hefur gleymt sér í fullkomnu flæði á dansgólfinu, setið orðlaus í mosagróinni hlíð og dásamað undraverða náttúrufegurðina, verið ástfangin með öllum tilheyrandi nautnum, verið í oxítoxínvímu og yfirþyrmd af þakklæti eftir langþráðan barnsburð. Allt voru það dásamlegar stundir. Þýðir það að hún sé hamingjusöm? Eða var hún það bara akkúrat þá stundina?