Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
„Eftir hvert einasta skipti sem pabbi var búinn að misnota mig sagði hann fyrirgefðu og lofaði að gera þetta aldrei aftur.”
Anna Kjartansdóttir ólst upp hjá dæmdum barnaníðingi og ofbeldisfullri stjúpu, en þau hlutu bæði dóma nýverið fyrir ofbeldið gegn henni. Faðir hennar 4 ára dóm en stjúpmóðir hennar fékk 10 mánuði.
Umsögn dómnefndar:
“Sterk og sönn mynd sem næst með tæknilegri nálgun – að hafa myndina án filters og hráa. Án allra kúnsta. Um er að ræða heiðarlega ljósmynd, af viðkvæmu málefni þar sem ljósmyndarinn nær að fanga það brothætta – það ósýnilega – og koma því til skila á áhrifaríkan hátt”.
Ljósmyndari / Sigtryggur Ari
Ásgeir Trausti í hljóðverinu Hlóðrita í Hafnarfirði.
Ljósmyndari / Sigtryggur Ari
Rapparinn Flóni gaf út plötu.
Ljósmyndari / Haraldur Jónasson - Hari
Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld í eldhúsinu heima hjá sér.
Ljósmyndari / Haraldur Jónasson - Hari
Kristín Ómarsdóttir ljóðskáld.
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Spessi ljósmyndari.
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
„Við héldum að hann væri kominn á öruggan stað,“ Heimir Sverrisson missti bróðir sinn Sverri Örn árið 2017. Sverrir var aðeins 26 ára, er hann framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Aðeins 10 dögum áður hafði annar ungur maður framið sjálfsvíg á geðdeild.
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur.
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Ég á pólska vini sem verða mjög neikvæðir eftir ár á Íslandi. Þeir eru enn
í láglaunastörfum og sakna „alvöru“
starfsferilsins að heiman. Það er ekki auðvelt
að vera hamingjusamur í Reykjavík sem
útlendingur.“
Þetta segir Anna Marta Marjakowska,
stjórnarmaður í Eflingu, sem búið hefur á
Íslandi í tvö ár.
Ljósmyndari / Haraldur Jónasson - Hari
Erró.
Ljósmyndari / Kjartan Þorbjörnsson - Golli
Ólafur Darri, leikari.
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson
Ragna Kjartansdóttir, tónlistarkona.
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson
Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður.
Ljósmyndari / Aldís Pálsdóttir
Katrín Jakobsdóttir ..svo einlæg og eðlileg, sitjandi við tröppur Stjórnarráðsins.
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
„Ég er ekki kona“
Prodhi Manisha er pankynhneigður transmaður sem jafnframt er húmanisti utan trúfélags. Þessi einkenni hans voru grundvöllur þess að honum var veitt staða flóttamanns á Íslandi. Hann var skráður karlmaður hjá Útlendingastofnun á meðan hann hafði stöðu hælisleitanda en það breyttist þegar honum var veitt hæli. Nú stendur ekki lengur karl á skilríkjunum hans, heldur kona. Það segir hann sé ólýsanlega sársaukafullt eftir alla hans baráttu.