Þann 27. apríl voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir myndir ársins 2023. Veitt voru verðlaun fyrir fréttamynd ársins og mynd ársins. Á ljósmyndasýninguna Myndir ársins 2023 voru valdar 102 myndir frá 17 blaðaljósmyndurum af óháðri dómnefnd úr fjölda innsendra mynda. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum sem eru fréttamyndir, myndir úr daglegu lífi, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir fréttamynd ársins og eina mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins.
Dómnefndarstörf fóru fram í byrjun febrúar en í ár skipuðu dómnefndina Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Snorri Gunnarsson og Andrea Bruce sem var formaður dómnefndar. Andrea er stríðsfréttaljósmyndari frá Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið í Írak og Palestínu fyrir tímarit eins og The New York Times og National Geographic. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar. Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélag Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Vilhelm Gunnarsson (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason, Hallur Karlsson, Hulda Margrét Óladóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Hægt að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Mynd ársins 2023
Fréttamynd ársins 2023