Ljósmyndari / Golli - Kjartan Þorbjörnsson
Vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul.
Umsögn dómnefndar: Vel uppbyggð sería sem sameinar fallegar myndir og heildstæða frásögn sem á erindi við okkur öll. Myndaröðin sýnir menn í tengslum við náttúruna frá ýmsum sjónarhornum.
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Hún hefur grátið og hún hefur grínast, í tilraun til að komast yfir þá súrrealísku stöðu að vera á leið í fangelsi. Nara Walker var dæmd fyrir að beita eiginmann sinn og vinkonu hans ofbeldi, en fangelsun hennar er mótmælt á grundvelli þess að maðurinn var ekki dæmdur fyrir ofbeldi gegn henni.
Nara í mat hjá vinafólki sínu, Vasi og Bent
Nara hittir vini í hádegismat áður en hún fer inn.
Nara lítur inn í herbergið sitt sem hún er búin að tæma til að sjá hvort nokkuð sé eftir.
Nara klárar að pakka niður dótinu sínu sem mun fara í geymslu hjá vinum meðan hún situr inni.
Nara hefur alla tíð haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en segir að lögreglan hafi dæmt hana um leið og hún gekk inn um dyrnar, vegna þess hve áverkar eiginmannsins voru alvarlegir, og fært hana í járnum í fangaklefa án þess að meta aðstæður og áverka sem hún bar. Þremur dögum síðar var hún færð í læknisskoðun þar sem kom meðal annars í ljós að hún var rifbeinsbrotin.
Nara málar sig. Hún má ekki taka með sér krem og snyrtivörur inn í fangelsið, fyrir utan einn maskara.
Vinur Nöru gefa henni hópknús fyrir utan fangelsið
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir.
Þoka í Urðartindi. Fjallið Urðartindur gnæfir yfir Norðurfjörð með sína dranga. Óvenjumikil þoka hefur verið það sem af er sumri.
Sigursteinn Sveinbjörnsson 81 árs frá Litlu-Ávík. Sigursteinn er bóndi með 170 kindur. Hann er enn sprækur þó hann sé kominn á níræðisaldur. Bændurnir í sveitinni hjálpast mikið að.
Gunnar Helgi Kristjánsson frá Akureyri, stundar strandveiðar frá Norðurfirði. Hér í íshúsinu á Norðurfirði er verið að vigta afla dagsins. Hann segir sjómannasamfélagið vera einstaklega gott á norðurfirði, allir vinna saman og allir boðnir og búnir til að hjálpast að. Afi hans hét Gunnar Níelsson eins og báturinn sem hann er á.
Ásgeir Guðmundsson bjó í Ófeigsfirði til 1965, núna deila þau systkynin staðnum á milli sín þannig að hver fær 1 viku á sumri.
Þórólfur Guðfinnsson vinnur í Spariðsjóðnum og gerir við dráttarvélar. Honum finnst gaman að dunda sér í dráttarvélunum. Hann byrjaði ungur, og er bara sjálflærður, enda þegar hann var ungur þá var ekkert verið að fara með eitthvað í viðgerð ef eitthvað bilaði, þá þurfti maður bara að finna útúr þessu sjálfur.
Heyskapur hefur gengið seint undanfarið vegna vætutíðar en menn nota hverja stund sem þeir geta
Feðgarnir Ágúst Gíslason og Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi á Steinstúni. Guðlaugur tók við búi af föður sínum árið 2011 en Ágúst býr nú á Akranesi. Afi Guðlaugs byggði húsið 1942 svo hann er fjórði ættliður til að búa þar.