Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum.
Íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa myndað þétt og samhent samfélag þar sem þau hjálpast að og náungakærleikurinn ræður ríkjum.
Umsögn dómnefndar:
“Fullyrðingin „ljósmyndun hefur ekkert með myndavélar að gera“ hefur sjaldan átt betur við en hér. Ljósmyndarinn er í senn allt um kring og ósýnilegur. Hún heldur hæfilegri fjarlægð, hefur öðlast traust viðfangsefna sinna og nær þannig að verða eins og ósýnilegur sögumaður.
Fólkið á myndunum er í viðkvæmri stöðu en í gegnum myndirnar verða til sterkir einstaklingar en ekki fórnarlömb. Við skynjum sögu þeirra en vitum ekki af ljósmyndaranum. Virðing ríkir.”
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Irmu Þöll Þorsteinsdóttur hafði lengi dreymt um að búa í sveit og vildi líka að synir hennar fengju að upplifa það.
Hún tók þá ákvörðun síðasta vor að setja inn auglýsingu í Bændablaðið og réð sig í kjölfarið sem ráðskonu á bæinn Grænuhlíð á Vestfjörðum.