• Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
BLÍ
  • Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
Myndaröð ársins 2016 - Morteza

Myndaröð ársins 2016 - Morteza

Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Morteza Songolzadeh frá Íran þurfti að flýja heimaland sitt eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. 1 ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Morteza kvíðir framtíðinni þar sem hann veit ekki hvað verður um hann ef hann verður sendur til Frakklands þar sem hann á enga að og hefur byggt sitt líf upp hér á Íslandi.

Umsögn dómnefndar:

“Í myndaröðinni segir ljósmyndarinn sögu hælisleitanda af einstöku næmi og frásagnaraðferðin er eftirtektarverð; farið er milli opinbera rýma þar sem tilfinningalegt umrót mannsins er fangað á varfærin hátt. Ljóst er að mikið traust hefur skapast á milli ljósmyndarans og viðfangsins sem sagan fjallar um og lýsa myndirnar bæði hlýju og skilningi án þess þó að vera of tilfinningasamar. Ljósmyndarinn er nærverandi án þess að vera uppáþrengjandi. Í myndaröð ársins er tekist á við aðkallandi efni í samtímanum og með því að fanga spennuþrungna atburði í lífi einstaklings vekur ljósmyndarinn aðkallandi spurningar um stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Ljósmyndaserían hlaut sérstakt lof dómnefndar fyrir að vera vel ritstýrt og fyrir að nýta frásagnarmöguleika ljósmyndarinnar á eftirtektarverðan hátt.”

morteza_02.jpg
morteza_03.jpg
morteza_04.jpg
morteza_05.jpg
Kosningakvöld

Kosningakvöld

Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands í sumar. Kosningavaka Guðna fór fram á Grand Hótel á afmælisdegi hans 26. júní.

gudni_01.jpg
gudni_02.jpg
gudni_03.jpg
gudni_04.jpg
gudni_05.jpg
gudni_06.jpg
Jónsmessunótt

Jónsmessunótt

Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Jónsmessunótt er hlaðin töfrum og dulúð. Hópur fólks skellti sér í svitahof á jónsmessunni, sungu indjánasöngva, veltu sér nakin uppúr dögginni og borðuðu góðan mat.

sweat_01.jpg
sweat_02.jpg
sweat_03.jpg
sweat_04.jpg
sweat_05.jpg
sweat_06.jpg
sweat_07.jpg
sweat_08.jpg