Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Tvíburabræðurnir Adam Eilífur og Adrían Valentín eru nýorðnir ellefu ára. Þeir eru báðir með dæmigerða einhverfu. Þeir hafa lítin orðaforða en Adam er þó opnari og getur tjáð sig örlítið meira en Adrían sem er meiri dútlari.
Umsögn dómnefndar:
“Þessi myndasería sker sig frá öðrum sem sendar voru inn í keppnina að þessu sinni. Samræmi og hárnákvæm editering sem þarf til að skapa heildstæða seríu renna hér saman áreynslulaust. Ljósmyndarinn hefur fundið leið til að fanga andrúmsloftið af mýkt og samkennd. Hann nálgast viðfangsefnið á mjög sannfærandi hátt. Í ofanálag gefur serían frá sér sterkar táknrænar tilvísanir.”
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Sálarsystur.
Ágústa Kolbrún og Sara María Júlíudóttir eru bestu vinkonur. Þær búa saman, stunda, yoga, halda kakóserimóníur og hafa gaman af lífinu. Þær eru nánar vinkonur, nánari en gengur og gerist, þær lýsa sambandi sínu sem ástarsambandi en á platónskan hátt.
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Á Reykjanesi, örskammt frá Grindavík og Bláa Lóninu, eru stórmerkileg náttúrufyrirbrigði sem kallast Eldvörp. Um er að ræða gígaröð, um það bil tíu kílómetra langa, sem myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Eldvörp eru á náttúruminjaskrá, sem og Eldvarpahraun sem þau standa í. Við gígana, í hrauninu sjálfu, fara nú jarðýtur um og skilja eftir sig sár í landinu sem skera í augun. Allt fyrir rafmagn, heitt vatn og hugsanlegan ágóða orkufyrirtækisins HS Orku.