Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall var fyrsta eldgosið á Íslandi sem drónar voru komnir í almennings eign og var sú tækni nýtt til hins ýtrasta hjá mörgum.
Umsögn dómnefndar: Áhugaverð, sterk og frumleg mynd af einu stærsta fréttamáli krefjandi árs. Sjónarhornið er frábært, formið óvænt og sérlega flott auk þess sem vinnslan hæfir myndinni afar vel. Ótrúlega kraftmikil mynd sem fangar anda liðins árs en minnir um leið á ógnir sem steðja að náttúrunni og gefa engin grið, þótt athygli manna beinist tímabundið í aðrar áttir. Mynd sem segir ótal sögur.