Ljósmyndari / Þorkell Þorkelsson
Hér gefur á að líta svipmyndir frá kvöldvakt á deildum A6 og A7 í Fossvogi sem að öllu jöfnu eru lungnadeild og smitsjúkdómadeild, en voru í faraldrinum sérútbúnar fyrir Covid19-sjúklinga. Á báðum deildum hefur verið mikill viðbúnaður í faraldrinum alvarleika ástandsins, en þar starfa samtals hátt í 150 manns á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Sérstaklega mikilvægt er að halda vöku sinni að næturlagi þegar færri úrræði eru til staðar þegar eitthvað kemur upp á. Álagið á starfsemi Landspítala hefur verið mikið síðan í upphafi árs 2020 og spítalinn lengst af starfað á hættustigi. Þar eru allar hendur á dekki til að bregðast við farsóttinni sem geysar. Alla starfsorku hinna 6.000 starfsmanna spítalans hefur þurft til að spítalinn geti verið sá hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu sem honum er ætlað að vera. Það hefur tekist með samstilltu átaki starfsfólks sem stendur vaktina og hugar að velferð skjólstæðinga allan sólarhringinn allt árið um kring
Umsögn dómnefndar: Fallegt augnablik í lok krefjandi vaktar á Landspítalanum. Fegurð í stofnanalegu og sterílu umhverfi. Værð og ró er í myndinni en á sama tíma tregi og þreyta. Táknræn mynd fyrir ástand ársins sem flestir eiga auðvelt með að tengja við, handþvottur, spritt og þreyta.