Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Adrían hefur gaman af því að sitja í strætó og fylgjast með umhverfinu.
Umsögn dómnefndar:
“Sterk og marglaga ljósmynd sem varpar fram mörgum áleitnum spurningum.
Æ fleiri börn fá greiningar sem er vaxandi samfélagsvandamál á heimsvísu.
Myndin sýnir einhverfan dreng sem er í átökum við sjálfan sig. Hann er einn en gæti allt eins verið að horfa á eineggja tvíburabróður sinn. Á hvern er hann að horfa? Sjálfan sig eða bróður sinn? Er hann að horfa inn í framtíðina? Hann er í það minnsta í sínum eigin heimi að horfa út.”