Ljósmyndari / Stefán Karlsson
Glódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fórnarlömb Róberts Downey fá sér allar samskonar húðflúr.
Umsögn dómnefndar:
“Ekki er annað að sjá en hér sé eitthvað alvanalegt að gerast. Húðflúr sem ristir ekki djúpt. Vinkonur saman. Það er þó víðsfjarri öllum sanni og myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017. Konurnar, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir, urðu allar fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi sama manns. Reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið Höfum hátt sem ásamt öðru varð til þess að ríkisstjórn landsins féll.
“Ljósmyndarinn hefur fangað viðkvæma stund. Fjórar manneskjur að tengjast eilífum böndum, sem fórnarlömb og sem aðgerðasinnar. Nína Rún Bergsdóttir og stoðirnar hennar þrjár allar að fá sér sama húðflúrið: „I am the storm“.