Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Morteza Songolzadeh frá Íran þurfti að flýja heimaland sitt eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. 1 ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Toshiki Toma prestur innflytjenda stendur fyrir bænastund í Laugarneskirkju í hverri viku.
Umsögn dómnefndar:
“Ljósmyndin miðlar sterkum tilfinningum og andrúmslofti sem sýnir bæði samhug og ótta. Ljósmyndarinn stendur í hópi áhorfenda en nær að fanga augnablikið og vekja okkur um leið til umhugsunar um stöðu fréttaljósmyndarans og ábyrgð hans. Myndin fangar vel stöðuna í íslensku samfélagi árið 2016 og minnir okkur á að við erum ekki einangruð eyja heldur hluti af alþjóðasamfélagi þar sem býr fólk af ólíkum uppruna. Ljósmynd ársins er því alþjóðleg á sama tíma og hún miðlar íslenskum veruleika.”