Ljósmyndari/ Heiða Helgadóttir
Mikill fjöldi menntskælinga mótmælti við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis og krafðist breytinga á viðbrögðum í slíkum málum.
Umsögn dómnefndar: Myndin fangar stórt fréttamál ársins á mjög áhrifaríkan hátt þegar unga fólkið tók málin í sínar hendur og vildi breytingar, það lýsti veginn og eldri kynslóðir fylgdu. Myndin túlkar þessa atburðarás á mjög myndrænan hátt.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Innrás Rússa var margsinnis mótmælt hérlendis og um allan heim.
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Selenskí úkraínuforseti ávarpar alþingi.
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Ung stúlka situr í fangi ömmu sinnar og óöryggið skín úr augum hennar. Hún kom hingað til lands með mömmu sinni og ömmu en pabbi hennar og afi urðu eftir til þess að taka þátt í stríðinu
Ljósmyndari/ Eyþór Árnason
Það var tilfinningaþrungin stund á Keflavíkurflugvelli í gær þegar tvær fjölskyldur frá Úkraínu komu til landsins eftir að hafa flúið heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa sem hófst fyrir rúmri viku, ein af þeim fystu sem komu hingað.
„Það var blanda af létti og einhvers konar fögnuði þarna langt undir yfirborðinu en um leið var þetta það erfiðasta sem ég hef á ævinni gert,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir, sem tók á móti fjölskyldunum ásamt konu sinni í gær.
„Önnur þeirra er eiginkona bróður konu minnar sem er íslenskur ríkisborgari en er frá Úkraínu og starfar hér sem læknir í þágu Íslendinga. Hin konan er vinkona hennar og barn sem ég kann ekki mikil deili á en að sjálfsögðu opnuðum við heimilið okkar fyrir þeim öllum,“ segir Sveinn í samtali við Fréttablaðið.
Ljósmyndari/ Anton Brink
Mikill mannfjöldi safnaðist saman við rússneska sendiherrabústaðinn að mótmæla innrás rússneska hersins í Úkraínu. Erfiðar tilfinningar brutust fram hjá mörgum.
Ljósmyndari/ Óskar Hallgrímsson
Borgin Bordyanka var gjörsamlega lögð í rúst af hersveitum Rússa á leið þeirra inn til Kænugarðs í byrjun stríðs og var baráttan um borgina eins og öflugasta í stríðinu um yfirráð yfir höfuðborginni.
Ljósmyndari/ Óskar Hallgrímsson
Frá fyrstu dögum eftir frelsun borgarinnar undan höndum Rússa. Bucha er úthverfi Kyiv, sem gerði borgina eftirsótta fyrir ungt fólk sem var að kaupa fyrstu íbúð sína, og mikið er um nýbyggingar. Eyðileggingin var gífurleg alls staðar sem litið var. Í þessari fjöldagröf í Bucha voru 40 lík. Þar skammt frá var önnur sem reyndist innihalda lík 70 til viðbótar.
Ljósmyndari/ Hulda Margrét
Edda Andrésdóttir les sinn síðasta fréttatíma.
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Gunnlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra vígir nýja flokkunarlínu há Íslenska gámafélaginu.
Ljósmyndari/ Anton Brink
Metfjöldi fólks lagði leið sína að eldgosinu í Meradölum og mátti sjá halarófu fólks ganga frá gosinu inn í nóttina.
Ljósmyndari/ Sigurður Ólafur Sigurðsson
Þann 6. janúar 2022 gekk einn af lægðarhvellum vetrarins yfir suðvesturhornið með tilheyrandi önnum björgunarsveita og slökkviliðs sem voru á þönum að aðstoða íbúa og verktaka við að afstýra tjóni eða lágmarka það.
Ljósmyndari/ Sigtryggur Ari Jóhannsson
Fjöldi ökumanna þurfti að yfirgefa bíla á Hellisheiði og í Þrengslum í suðaustan áhlaupi. Bílar sátu fastir og fennti svo í kaf. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að losa bíla svo að Vegagerðin gæti opnað vegina á nýjan leik.
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Mikið álag var á starfsfólki Landspítalans á árinu.
Ljósmyndari/ Golli
Í Skorradalshreppi búa 66 manneskjur og þar af hafa 47 kosningarétt. Í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðið vor fengum við að fylgjast með í þessu þriðja fámennasta sveitarfélagi á landinu þar sem allir þekkja alla, boðið er upp á kosningakaffi á kjörstað og hringt í þá sem ekki hafa mætt til að athuga hvort þeir ætli sér að kjósa eða ekki.
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Innileg stund. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Ljósmyndari/ Sigtryggur Ari Jóhannsson
Einkavæðingu Íslandsbanka mótmælt við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem fram fór ríkisstjórnarfundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgefur fundinn og uppsker kaldar kveðjur frá mótmælendum.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins 28. október næstkomandi á fundi í Reykjavík.
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Gert að stórri og mikilli langreyði í Hvalfirði.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Björgunarsveitarmenn bera dvergkafbát á land, en hann fann vélina og lík farþeganna á botni Þingvallavatns á 47 metra dýpi.
Ljósmyndari/ Vilhlem Gunnarsson
Eftir að ís fór af vatninu í lok apríl var ráðist í að koma flakinu af botni Þingvallavatns, en það lá á 47 metra dýpi. Fyrst var henni lyft upp undir vatnsyfirborðið og hún dregin nær landi.