Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Eftir dramatískar kosningar í september, umdeilda endurtalningu og maraþon starf hinar nafnlöngu undirbúningskjörbréfanefndar, tók ný ríkisstjórn loks við 28. nóvember. Reyndar var um að ræða sömu sýningu í annarri uppsetningu, þar sem nokkrir nýir leikarar tóku við og aðrir skiptu um búning. í roki og rigningu stilltu þau sér upp að venju að loknum ríkisráðsfundi enn eihver bið var á myndatöku meðan Svandísar var leitað.
Umsögn dómnefndar: Uppstillt hópmynd af nýrri ríkisstjórn er klassískt myndefni en með útsjónarsemi og húmor að vopni fangar ljósmyndarinn afar skemmtilegt augnablik sem á sér stað rétt áður en hin eiginlega myndataka fer fram. Myndin er á vissan hátt lýsandi fyrir þá ringulreið sem hefur átt sér stað í samfélaginu og pólitíkinni og um leið minnir hún á að stjórnmálafólkið er fyrst og fremst einmitt það, fólk.
Ljósmyndari/ Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Nýr og af mörgum talinn umdeildur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson gengur að Bessastöðum á sinn fyrsta Ríksiráðsfund.
Ljósmyndari/ Golli/Kjartan Magnússon
Það er engu líkara en illir vættir svífi yfir Reykjavík þegar eldglæringar frá eldgosinu í Geldingadölum brjótast gegnum gosmökkinn.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Bólusetning 80 ára og eldri gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Varðskipið Freyja kom var kallað út í björgunarleiðangur í fyrsta sinn þegar grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði við Vatnsleysuströnd í desember
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Heimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Ljósmyndari/ Eyþór Árnason
Bjarni Ben tekur mynd af Þórdísi Kolbrúnu þegar hún var í viðtali hjá Rúv.
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Kosningavaka Framsóknar - Lilja Dögg spjallar við kallana
Ljósmyndari/ Eyþór Árnason
Framsóknarflokkurinn fagnaði heldur betur að loknum Alþingiskosningunum enda sigurvegarar kosninganna
Ljósmyndari/ Eyþór Árnason
Alveg frá upphafi kosningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi lá ljóst fyrir að niðurstaða málsins yrði aldrei á þann veg að allir yrðu sáttir við hana.
Borgarnes varð óvænt að miðpunkti alþingiskosninga og umtalaðasti aðilinn í hringiðunni reyndist ekki vera frambjóðandi, heldur Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.
Ingi er hér að ná í kjörgögnin, sem voru geymd í fangaklefa á lögreglustöðunni, svo undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa gæti endurtalið atkvæðin.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Eldur kom upp í einbýlishúsi í Kaldaseli Reykjavíkur, enginn lést í brunannum enn slökkvistarf var erfitt.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Þráspurður sagðist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir myndu þiggja sinn skammt af bóluefni gegn Covid-19 þegar að honum kæmi í röðinni og var honum vel fagnað þegar hann gekk loks inn í Höllina. Þórólfur fékk AstraZeneca, sem þá var að verða umdeilt vegna aukaverkana, og varð ekki meint af.
Ljósmyndari/ Valgarður Gíslason
Arndís Þórarinsdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Sumarliði R. Ísleifsson tóku við Íslensku bókmenntaverðlaununum 2020. Hulda Sigrún Bjarnadóttir, meðhöfundur Arndísar, var fjarverandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti verðlaunin á Bessastöðum. Hlutu verðlaunahafar eina milljón króna hver í verðlaun. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989
Ljósmyndari/ Anton Brink
Fjöldi fólks safnast saman við eldstövarnar í Geldingadölum á degi hverjum til að virða fyrir sér sjónarspilið sem á sér þar stað.
Ljósmyndari/ Sigtryggur Ari
Fljótlega eftir að fréttir bárust af eldgosi í Fagradalsfjalli í Reykjanesi vorum við komin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Úti var niðdimmt og erfitt að skynja hhlutföllin í náttúrinni. Það sem fyrir augu bar var stórfenglegt, jafnvel þótt fyrsta mat fólks væri að gosið væri smátt.
Ljósmyndari/ Valgarður Gíslason
Fólk var gríðarlega áhugasamt um Eldgosið á Reykjanesi.Þessi mynd er tekin í lok mars.Þá höfðu þúsundir lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í allskonar veðrum.
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Kári Stefánsson bólusettur með Astra Zeneca bóluefninu gegn Covid 19
Ljósmyndari Þorkell Þorkelsson
Ómammeskjulegt álag á starfsfólk landspítala
Ljósmyndari/ Valgarður Gíslason
Það er svolítil geðshræring núna,“ sagði Guðmundur Felix Grétarsson, sem kom heim til Íslandsr með Sylwiu Gretarsson Nowakowsku eiginkonu sinni.
Helgi Guðbrandsson æskuvinur hans tók á móti þeim í Leifsstöð og föðmuðust gömlu vinirnir innilega. Guðmundur Felix var að koma heim til Íslands í fyrsta skipti eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi í Frakklandi
Ljósmyndari/ Valgarður Gíslason
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins
Römpum upp Reykjavíkr. Hann ræðir hér við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á kynningarfundi sem haldinn var af
þessu tilefni. Hefja á átakið í miðborg Reykjavíkur þar sem þörfin er mest en þar eru bæði elstu húsin og aðgengið verst.
Ljósmyndari/ Valgarður Gíslason
Gengið í grunni nýs Landspítala við Hringbraut. Áætlað er að nýtt sjúkrahús sem muni uppfylla þær nútímakröfur sem gerðar eru til heilbrigðisþjónustu verði tekið í notkun árin 2025-2026. Fleiri byggingar munu rísa á næstu árum en framkvæmdir munu taka um áratug
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Þunkt yfir í Laugardalnum - Eiður Smári Guðjohnsen
Ljósmyndari / Golli/Kjartan Magnússon
Formenn stjórnmálaflokkana mættu til rökræðna í sjónvarpssal kvöldið fyrir Alþingiskosningar og spennustigið var hátt.