Ljósmyndari / Sigtryggur Ari
Skólafólk hefur mótmælt aðgerðarleysi í loftslagsmálum í hádeginu á föstudögum í meira en ár. Mótmælin eru að fyrirmynd baráttukonunnar ungu, Gretu Thunberg.
Umsögn dómnefndar: Myndin fangar það málefni sem hefur einna helst verið í umræðunni á Íslandi og heiminum öllum. Skilaboðin koma skýrt fram í myndinni og sýna að ungt fólk lítur til framtíðar.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Barist við eld hjá Sorpu í Álfsnesi
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Björgunarsveitarmaður leitar að Páli Mar Guðjónssyni sem féll í Ölfusá. Páll hefur ekki enn fundist.
Ljósmyndari / Anton Brink
Baldvin Þorsteinsson sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþing. Már kom fyrir nefndina þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má.„Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Hælisleitendur mótmæla aðbúnaði og brotvikningum á Austurvelli
Ljósmyndari / Ernir Eyjólfsson
Unnið að þrifum og lagfæringum eftir bruna á bílakjallara að Sléttuvegi 7 í Fossvogi.
Ljósmyndari / Anton Brink
Alþingi var enn að vinna úr málum sem lúta að tali þingmanna á Klaustri bar í lok nóvember þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson birtust skyndilega aftur við þingstörf í morgun. Mennta- og menningarmálaráðherra sýndi það svo ekki varð um villst að hún var ekki par ánægð með Gunnar Braga þegar hann sat í þingsal við upphaf þingfundar. Eftir stutt eintal hennar yfir Gunnari Braga gekk hún úr salnum.
Ljósmyndari / Kristinn Magnússon
Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi. Hún segist ætla að„stíga til hliðar“ meðan unnið verði úr þeirri stöðu sem komin er upp vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Ásgeir Jónsson ræðir við fjölmiðla á fyrsta degi hans í starfi seðlabankastjóra Íslands.
Ljósmyndari / Hari - Haraldur Jónasson
Flugslys á Skálafelli. Flugvél brotlenti á toppi Skálarfells. Rannsakendur reyna, með leikrænum hætti, að átta sig á hvað gerðist.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis, við setningu Alþingis í haust.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Ákveðið var að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Seðlabankinn sýndi þó verkin á opnu húsi þar sem þesi eldri maður virti fyrir fyrir þessa óforskömmuðu nekt!
Ljósmyndari / Hari - Haraldur Jónasson
Katrín Jakobsdóttir forsetisráðherra Íslands og Pence varaforseti Bandaríkjanna þagga niður í forvittnum blaðamönnum og slaufa blaðamannafundi sem haldinn var á Keflavíkurflugvelli.
Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Mótmælir komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjana til landsins
Ljósmyndari / Stefán Karlsson
Hvalur við Eiðisgranda, Seltjarnarnesi. Björgunarsveitin Ársæll við hvalabjörgun.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Ungri konu bjargað úr brennandi húsi í Vesturbergi í Breiðholti
Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Þögul mótmæli gegn niðurfellingu nauðgunarmála. Fyrir utan héraðssaksóknara
Ljósmyndari / Sigtryggur Ari
Hár kostnaður við mat á borgarstjórnarfundum olli fjaðrafoki í desember. Borgarfulltrúar snæða hér meðal annars andalæra-confit.