Ljósmyndari / Haraldur Jónasson - Hari
Hús varð alelda á Selfossi. Slökkvilið Árnessýslu sinnir slökkvistarfi.
Umsögn dómnefndar:
“Þessi ljósmynd hefur allt sem góð fréttamynd þarf til að bera. Bæði út frá fréttagildi þess atburðar sem hún sýnir sem og uppfyllir hún alla þá myndrænu þætti fyrir slíka tegund mynda. Raunverulegur atburður sem gæti allt eins verið sviðsmynd.”
Ljósmyndari / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Gríðarlegur eldsvoði blossaði upp í Hafnarfirði í aprílmánuði. Eldurinn kviknaði í húsnæði Geymslna og Icewear en þar var starfsfólk mætt til vinnu og átti fótum fjör að launa. Eldhafið var mikið og þykkan reykjarmökk lagði upp frá staðnum sem barst víða. Engin slys urðu á fólki en mikið eignatjón. Margir misstu allt sitt sem legið hafði í geymslurýminu, búnaður og hlutir með mikið tilfinningalegt gildi sem aldrei verða bættir að fullu.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Slökkviliðsmenn berjast við Mikinn eld í húsnæði í Miðhrauni í Garðabæ.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Mikil leysing varð til þess að fjölmargir festu bíla sína á Fífuhvamsvegi í Kópavogi og biðu eftir að björgunarsveitarmenn björguðu þeim.
Ljósmyndari / Sigtryggur Ari
Mikið framhlaup varð úr Fagraskógarfalli í Hítardal þann 7. júlí. Talið er að stærð hlaupsins hlaupi á bilinu tíu til tuttugu millón rúmmetrar.
Ljósmyndari / Ernir Eyjólfsson
Harður árekstur varð á Gaulverjarbæjarvegi skammt frá Stokkseyri og var annar af tveim slösuðum fluttur með þyrlu landhelgisgæslunnar sem lenti á Selfossi.
Ljósmyndari / Egill Aðalsteinsson
Vesturlandsvegurinn hefur verið mikið í umræðunni vegna banaslysa. 4. júní varð lést maður á fólksbíl þegar hann keyrði framan á litla hópferðarbifreið þar sem í voru kona og átta börn. Þetta var annað banaslysið á árinu á veginum við Kjalarnes.
Ljósmyndari / Anton Brink
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar þingheim á hátíðarþingfundi á Þingvöllum vegna 100 ára fullveldis Íslands.
Ljósmyndari / Anton Brink
Það voru fáir sem lögðu leið sína á Hátíðarþingfund sem haldin var á Þingvöllum vegna 100 ára fullveldis á Íslandi. En gert var ráð fyrir margmenni á fundinum sem kostaði alls 86 milljónir.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki ræða við fréttamenn í Alþingishúsinu eftir að upptökur af samtalinu á Klaustursbar voru opinberaðar og strunsaði á fund kvenna sem Alþingismennirnir ræddu um á upptökunum á Klaustursbar.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Bára Halldórsdóttir mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur vegna Klausturmálsins enn hún tók upp samræður nokkra þingmanna sem hleyptu þingstörfum og þjóðinni allri í uppnám.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Sunna Elvira Þorkelsdóttir kom með sjúkraflugi frá Spáni. Farið var með hana beint á Grensás deild Landsspítalans. Sunna var mikið í fjölmiðlum í sambandi við slys sem hún varð fyrir á Spáni sem varð til þess að hún lamaðist og vegna tengsla hennar við hið svokallaða Skáksambandsmál.
Ljósmyndari / Ernir Eyjólfsson
Khaled Cairo var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að bana Sanitu Brauna á heimili hennar.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Trident Juncture, umfangsmesta heræfing Atlantshafsbandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi. Alls munu um 40.000 hermenn og borgaralegir sérfræðingar taka þátt.
Um 300 bandarískir landgönguliðar æfðu í Þjórsárdal. Hernaðarandstæðingar mættu á svæðið og reyndu að koma sínum boðskap á framfæri. Birna Þórðardóttir reynir að koma vitinu fyrir þessum yfirmanni sem var að reyna að koma skilaboðum til sveitarinnar sinnar.
Ljósmyndari / Eyþór Árnason
Tveir hvalir strönduðu í Engey. Hópur fólks kom þangað til að reyna að bjarga þeim. Annar hvalurinn dó en það tóks að bjarga hinum.