• Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
BLÍ
  • Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
Fréttamynd ársins 2016 - Hælisleitendur fluttir af brott

Fréttamynd ársins 2016 - Hælisleitendur fluttir af brott

Ljósmyndari - Heiða Helgadóttir

Tveir ungir hælisleitendur frá Íran voru dregnir út úr Laugarneskirkju með lögregluvaldi í sumar og sendir til Noregs.

Toshiki Toma prestur innflytjenda og Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur Laugarneskirkju ákváðu að opna dyr kirkjunnar og veita hælisleitendunum skjól um nóttina.

Var þetta gert með vilyrði biskupsembættisins og gripið til úrræðisins í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið.

Lögreglan handtók mennina við altarið. Hér sést er lögregla flytur á brott hinn 16 ára gamla Ali Nasir.

Umsögn dómnefndar:

“Fréttaljósmynd ársins fjallar um atburð sem hefur alþjóðlega skírskotun og leiðir hugann að heimsmálunum en sýnir á sama tíma hvernig hlutverk hins almenna borgara hefur breyst. Ljósmyndin vekur okkur einnig til umhugsunar um það hvaða áhrif snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa á miðlun frétta í samtímanum og þannig á hlutverk blaðamanna og blaðaljósmyndara. Myndin miðlar kaótísku augnabliki á áhrifaríkan hátt og í henni er mikil hreyfing og spenna. Þrátt fyrir að auga áhorfandans beinist fyrst að drengjunum sem verið er að bera niður tröppurnar eru mörg smáatriði í myndinni sem hægt er að dvelja lengi við. Myndbyggingin er einstaklega góð, ljósmyndin faglega unnin og áhrifin því sterk.”

Sigmundi mótmælt

Sigmundi mótmælt

Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson

Talið er að 22 þúsund manns hafi mætt á Austuröll til að krefjast afsagnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris.

Vigga skilur ekkert í þessum látum

Vigga skilur ekkert í þessum látum

Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson

Vigdís Hauksdóttir fylgist með mótmælendum út um glugga Alþingis með undrunarsvip á öllum þessum látum.Talið er að 22 þúsund manns hafi mætt á Austuröll til að krefjast afsagnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris.

Nóg!

Nóg!

Ljósmyndari / Hörður Sveinsson

Komið Nóg! Mótmæli við Austurvöll.

Panama-skjölin

Panama-skjölin

Ljósmyndari / Sigrtyggur Ari Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi fosætisráðherra, yfirgefur Bessastaði eftir að hafa beðið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um þingrofsheimild. Ólafur Ragnar hafnaði bón Sigmundar sem sagði af sér í kjölfarið.

Klappað lof

Klappað lof

Ljósmyndari / Anton Brink

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og kona hans Anna Sigurlaug Pálsdótitr sitja í sætum sínum á meðan flokksmenn framsóknarflokksins klappa þeim lof í lófa, eftir að Sigmundur tapaði í formannslag við Sigurð Inga Jóhannsson.

Stjórnarmyndun

Stjórnarmyndun

Ljósmyndari / Sigtryggur Ari

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, yfirgefur Bessastaði með stjórnarmyndunarumboð uppá vasann. Þreifingar um myndun ríkisstjórnar báru ekki árangur á árinu 2016.

Vetrarsólstöðuganga

Vetrarsólstöðuganga

Ljósmyndari / Egill Aðalsteinsson

Pieta Ísland sjálfsvígsforvarnarsamtök stóðu fyrir Vetrarsólstöðugöngu í minningu þeirra sem tóku eigið líf. Gengin var blysför að vitanum við Skarfagarð þar sem aðstandendur rituðu nöfn ástvina sinna vegg vitans.

Bruni

Bruni

Ljósmyndari / Kjartan Þorbjörnsson - Golli

Stórbruni varð við Grettisgötu og mikið tjón.

Átök og ágreiningur við Menningarsetur Múslima

Átök og ágreiningur við Menningarsetur Múslima

Ljósmyndari / Stefán Karlsson

Átök og ágreiningur við Menningarsetur Múslima.

Heim á ný

Heim á ný

Ljósmyndari / Ernir Eyjólfsson

Albönsk fjölskylda sem sótti um hæli á Íslandi fékk að snúa aftur til Íslands eftir að hafa verið vísað úr landi nokkru áður.

Ísbirna

Ísbirna

Ljósmyndari / Hanna Andrésdóttir

Birnan liggur næstum friðsæl í fiskikari í bílakjallara Náttúrufræðistofnunar og bíður eftir sýnatöku og uppstoppun.

Norðurljósaferð

Norðurljósaferð

Ljósmyndari / Ernir Eyjólfsson

Fjöldi fólks leggur leið sína til íslands í þeim tilgangi að sjá Norðurljós. Þessir ferðamenn foru svo heppnir að bera þau augum.

Panama - mótmælendur

Panama - mótmælendur

Ljósmyndari / Páll Stefánsson

Panama - mótmælendur flagga reiði sinni.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG

Ljósmyndari / Stefán Karlsson

Katrín Jakopsdóttir formaður VG í viðtali.

Forsetaframbjóðendur

Forsetaframbjóðendur

Ljósmyndari / Stefán Karlsson

Forsetaframbjóðendur.

Heill forseta vorum

Heill forseta vorum

Ljósmyndari / Anton Brink

Fjöldi fólks gerði sér ferð heim til nýkjörins forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar og konu hans Elizu Reid sem tóku á móti þeim á svölum heimili síns.