• Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
BLÍ
  • Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
Fréttamynd ársins 2017 - Leitin að Birnu Brjánsdóttur

Fréttamynd ársins 2017 - Leitin að Birnu Brjánsdóttur

Ljósmyndari / Eyþór Árnason

Leitin að Birnu Brjánsdóttur.

Umsögn dómnefndar:

“Birnu Brjánsdóttur var leitað um afar víðáttumikið svæði ‒ svo stórt var það að leitarfólkið virðist agnarsmátt andspænis eilífðinni. Myndmál ljósmyndarans, sem aðeins er lágvært hvísl, bergmálar sem örvæntingarfullt öskur í auðninni. Stundum verður það sem vantar í myndina einmitt augljósasti punkturinn í henni.”

Héraðsdómur Reykjaness

Héraðsdómur Reykjaness

Ljósmyndari / Kristinn Magnússon

Grænlenski sjómaðurinn sem grunaður er um morðið á Birnu leiddur fyrir dómara.

Fjölmenni var við útför Birnu Bjránsdóttur frá Hallgrímskirkju

Fjölmenni var við útför Birnu Bjránsdóttur frá Hallgrímskirkju

Ljósmyndari / Anton Brink

Fjölmenni var við útför Birnu Bjránsdóttur frá Hallgrímskirkju. Fá mál hafa fangað íslensku þjóðina eins og örlög Birnu gerðu.

Snjóflóð

Snjóflóð

Ljósmyndari / Kristinn Magnússon

Snjóflóð fellur í Esju og 3 menn verða fyrir því. Einn lét lífið en 2 slösuðust.

Kínversk kona á þrítugsaldri lést þegar hópferðabíll ók aftan á fólksbíl

Kínversk kona á þrítugsaldri lést þegar hópferðabíll ók aftan á fólksbíl

Ljósmyndari / Anton Brink

Kínversk kona á þrítugsaldri lést þegar hópferðabíll ók aftan á fólksbíl og endaði utan vegar á Suðurlands- vegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann Fossvogi.

H&M opnar á Íslandi

H&M opnar á Íslandi

Ljósmyndari / Eva Björk Ægisdóttir

H&M opnaði sína fyrstu búð á Íslandi í Smáralind. Það mættu fjölmargir og voru langar raðir alveg út úr verslunarkjarnanum.

Starfsmaður landvinnslu HB Granda á Akranesi

Starfsmaður landvinnslu HB Granda á Akranesi

Ljósmyndari / Anton Brink

Starfsmaður landvinnslu HB Granda á Akranesi gekk hægum skrefum aftur til vinnu eftir að tilkynnt var um áætlaða lokun á vinnslunni seinna á árinu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

Ljósmyndari / Anton Brink

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sést hér ganga af fundi forseta Íslands eftir að hafa mætt á fundinn með þingrofsbeiðni. Fallist var á beiðnina og verður kosið 28. október.

Vinstri græn

Vinstri græn

Ljósmyndari / Kristinn Magnússon

Katrín Jakoobsdóttir bregst við fyrstu tölum.

Ríkisstjórnarsamstarf

Ríkisstjórnarsamstarf

Ljósmyndari / Ernir Eyjólfsson

Óttar Proppé, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannsson undirrita stjórnarsáttmála í Gerðarsafni.

Ný ríkisstjórn

Ný ríkisstjórn

Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson

Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur við en hún var ekki til í handarbandið.

Góðverk að lokinni góðgerðarviku

Góðverk að lokinni góðgerðarviku

Ljósmyndari / Eyþór Árnasson

Nemendur Hagaskóla afhentu skólafélaga sínum Ólafi Ívari Árnasyni söfnunarfé sem safnaðist í góðgerðarviku skólans Gott mál. Krakkarnir mynduðu keðju frá skólanum og létu ávísunina ganga alla leið upp á spítala.

Nýjir Íslendingar heilsa uppá forsetann

Nýjir Íslendingar heilsa uppá forsetann

Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid tóku á móti flóttafólki frá Sýrlandi á Bessastöðum.

Eldur

Eldur

Ljósmyndari / Eyþór Árnasson

Við hlið Gullhamra í Grafarholti kom upp eldur í niðurgröfnum strætisvagni sem var notaður sem geymsla. Slökkviliðið þurfti að taka stóra sínum til að ná tökum á eldinum.