Ljósmyndari/ Heiða Helgadóttir
Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í 2 áratugi.
Þau hafa í sameiningu fundið leið til þess að tala um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig.
„Það er dálítið sérstakur hluti af okkar sambandi og byrjaði nokkuð snemma eftir að ég flutti hingað og við sátum gjarnan saman við eldhúsborðið að drekka síðdegiskaffi. Þá fór Eiður að láta fingurna ganga svona í átt að mínum og ég lét mína fingur ganga. Við gerðum það að gamni okkar að við létum sem fingurnir sæju hver annan. Þér léku sér hver að öðrum og þeir föðmuðust. Svo vatt þetta upp á sig og fingurnir fóru að tala. Við fórum að kalla þau litla fingrastrákinn og litlu fingrastúlkuna.“ segir Una.
„Þau fóru að tala um hluti sem okkur fannst erfitt að tala um. Þarna var komin leið til að tala um mjög erfiða hluti. Maður gat þá fríað sig ábyrgð einhvern veginn. Það var einhver annar að segja þetta. Þetta hefur hjálpað mjög mikið. Kannski tengist þetta líka því að við erum bæði alveg óskaplega sérvitur.“ segir Eiður
Umsögn dómnefndar: Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í tvo áratugi. Þau segjast afar sérvitur en í sameiningu fundu þau leið til að tala saman um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig.
Hlý og afar einlæg mynd úr íslenskum hversdagsleika. Ljósmyndarinn skapar traust og nær þannig að segja hjartnæma sögu sem ekki er sjálfsagt að viðfangsefnin vilji deila með öðrum. Þá er myndin skemmtilega innrömmuð og bætir umhverfið heilmiklu við söguna.
Ljósmyndari/ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Heimsóknir á hjúkrunarheimili hafa verið undir ströngum reglum síðan heimsfaraldurinn skall á árið 2020. Sigríður Sigurðardóttir þarf jafnan að bera grímu þegar hún heimsækir eiginmann sinn Aðalstein Aðalsteinsson á hjúkrunarheimilið Dynju á Egilsstöðum.
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Ungur drengur sýnir afa sýnum og ömmu í Kanada eldgosið í Geldingadölum meðan hann spjallar við þau.
Ljósmyndari/ Styrmir Kári
Stór hópur fólks lagði leið sína í Geldingadali á fyrstu dögum gosins.
Ljósmyndari/ Golli/Kjartan Magnússon
Á Skólavörðustíg
Ljósmyndari/ Eggert Jóhannesson
Daði Freyr Pétursson við móttöku á Langspilinu veðrlaunum STEFS
Ljósmyndari/ Sigtryggur Ari
Sænska félagið á Íslandi stóð fyrir tónleikum til heiðurs heilagri Lúsíu að sænskum sið. Börn á öllum aldri komu saman við söng og kertaljós eins og siður er í aðdraganda jólanna.
Ljósmyndari/ Hörður Sveinsson
Brjóstagjöf
Ljósmyndari/ Anton Brink
Stúdentar í verzlunarskóla íslands sátu alla tíma sína með grímu fyrir vitum til að minnka líkur á smitum á covid.
Ljósmyndari/ Anton Brink
Starfsmaður slippsins horfir í gegnum varðskipið Týr.
Ljósmyndari/ Rakel Ósk Sigurðardóttir
í Skjaldavík við Eyjafjörð
Ljósmyndari/ Valgarður Gíslason
Guðrún Kolbeinsdóttir fyrsta árs nemi í vöruhönnun við vinnu sína í glugganum Rammagerðinni á Skólavörðustíg í Reykjavík. Þessi viðburður var hluti af hönnunarmars. Ferðamenn sem ganga framhjá skilja ekkert í þessari uppákomu
Ljósmyndari/ Anton Brink
Sirkuslistamenn sýndu listir sýnar á 17. júní hátíðarhöldum í Kópavogi.
Ljósmyndari/ Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Á björtu júníkvöldi þegar kyrrðin er algjör og fáir eru á ferli er tilvalið að loka fyrir umferð og malbika vegi. Þó sólin setjist í smá tíma verður aldrei dimmt þó rómantísk birtan ýti ekki undir vinnuhraðann.
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Rólað í sólarlaginu á ægissíðu