Ljósmyndari / Valgarður Gíslason
Svalasólbað við Laugaveg í Reykjavík.
Umsögn dómnefndar: Táknræn mynd fyrir sóttkvíarlíferni. Maðurinn rennur saman við umhverfi sitt og híbýli. Gluggarnir segja hver sína söguna og ímyndunnaraflið fer á flug. Hvernig var sóttkvíin bak við þessi gluggatjöld? Netflix búið og bækurnar staflast upp í glugganum. Myndin hefur fallega litapallettu og myndbyggingin kallast á áhugaverðan hátt við strangflatarmálverk síðustu aldar.
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Blautir og þreyttir ferðamenn gæða sé á Bæjarins Bestu
Ljósmyndari/ Golli - Kjartan Þorbjörnsson
Einn fárra ferðamanna sem heimsóttu Ísland síðastliðinn vetur upplifir íslenskt vetrarveður.
Ljósmyndari/ Hörður Sveinsson
Teppavirki í fyrstu viku samkomubanns
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir var ein þeirra sem greindust með Covid á árinu
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Lögð var áhersla á að vernda viðkvæma hópa, til dæmis aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Því voru heimsóknir takmarkaðar á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Guðmundur Magnússon og Gunnhildur Skaftadóttir heilsast hér í gegnum rúðuna.
Ljósmyndari/ Ernir Eyjólfsson
Það er mikill hamagangur og gott að hafa margar hendur í verki þegar hús eru steinuð. Upp úr miðri síðustu öld var vinsælt að hús væru klædd með steinum sem kastað er á múr. Þetta hús í Hlíðahverfi Reykjavíkur var endursteinað af vöskum múrurum sem stukku milli hæða vinnupallanna með steina svo kasta mætti í múrin áður en hann harðnaði.
Ljósmyndari/ Sigtryggur Ari
Gluggþvottamaður við iðju sína utan á háhýsinu við Höfðatorg í Reykjavík.
Ljósmyndari/ Valgarður Gíslason
Kona selur prjónahúfur í sölubás í Austurstræti í Reykjavík
Ljósmyndari/ Hörður Sveinsson
Hekla
Ljósmyndari/ Golli/Kjartan Þorbjörnsson
Haustið er tími grímanna, eða þannig var það allvega haustið og veturinn 2020. Grímuskilda var sett á í verslunum á öllu landinu vegna Covid-19 smita og fólk skilt að hafa tveggja metra bil á milli sín.