Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir
Ingibjörg Sölvadóttir 28 ára rennismiður, tók þátt í módelfitness í fyrsta skipti, hún undirgekkst harðar æfingar, strangt mataræði og einangrun til að stíga á svið einn dag. Fyrir keppnina eru keppendur mældir og vigtaðir og keppnisfötn tekin út svo allt sé í samræmi við reglur keppninnar.
Umsögn dómnefndar:
“Á ljósmyndinni sjáum við karlmann mæla unga konu sem er þáttakandi í fitness-keppni. Ljósmyndin vekur fjölda spurninga um það hverkir það séu sem hafa vald yfir líkama annara og hvernig við leitumst við að ná fullkomnu valdi yfir eigin líkama. Í íslensku samfélagi undirgangast konur alls kyns mælingar á líkama sínum og nota nðurstöðurnar til að leggja mat á árangur sinn. Þrátt fyrir að ljósmyndarinn sé gagnrýninn í nálgun sinni sýnir hann viðfangefninu virðingu og beitir ljósinu á ofurnæman hátt til þess að draga athyglina ekki að líkama konunnar eingöngu heldur því stóra samhengi sem keppni af þessum toga er hluti af.”
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Fjölmenni í heita pottinum í Nauthólsvík.
Ljósmyndari / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi bændur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, njóta efri áranna á Ullartanga 3 í Fellabæ.
Ljósmyndari / Egill Aðalsteinsson
Á Flúðum 9. september var verið að uppskera hluta af 75 tonna hvítkálsframleiðlu hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar.
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Fólk skemmti sér á skíðum í Bláfjöllum í byrjun ársins.
Ljósmyndari / Kristinn Magnússon
Við skrifstofustörf.
Ljósmyndari / Styrmir Kári
Ungur viðskiptavinur á Kaffifélaginu.
Ljósmyndari / Kjartan Þorbjörnsson - Golli
Vísindamenn við líffræðirannsóknir í Mývatnssveit kippa sér mismikið upp við mývarginn.
Ljósmyndari / Rut Sigurðardóttir
Ella María Georgsdóttir.
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson
Stelpur að skemmta sér á Secret Solstice.
Ljósmyndari / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
„Guði sé lof fyrir sjúkraflugið og lækninn sem sendi mig frá Egilsstöðum til Reykjavíkur þrátt fyrir að þetta liti ekki alvarlega út í fyrstu. Ef fylgjan hefði losnað alveg áður en ég komst á skurðstofu er hætta á að mér hefði blætt út og við bæði dáið,“ segir Dagmar Ýr.
Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var ekki talið líklegt til stórafreka á EM í Frakklandi enda hafði aldrei svona fámenn þjóð komist í úrslit á stórmóti í kanttspyrnu karla. Liðið komst þó alla leið í átta liða úrslitin. Leikmenn slaka á á hóteli sínu fyrir fyrsta leikinn sem var 1-1 jafntefli gegn Portúgal.
Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Í Hljómskálagarðinum.
Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson
Kona í þorpinu Augpilagtoq Grænlandi.
Ljósmyndari / Ásdís Ásgeirsdóttir
Veisla í Víetnam.
Ljósmyndari / Ómar Óskarsson
Erlendir ferðamenn bíða með óþreyju eftir að röðin komi að þeim að kafa ofan í Silfru á Þingvöllum.
Ljósmyndari / Ómar Óskarsson
Kínversk fjölskylda við öllu búin í úðanum og rigningunni við Gullfoss.